Hausmynd

Hræddur maður í Kreml

Mánudagur, 1. febrúar 2021

Í morgun hafði rússneska lögreglan handtekið 5135 einstaklinga í 80 borgum víðsvegar um Rússland að sögn rússneska vefmiðilsins The Moscow Times. Þetta gerist nú aðra helgina í röð vegna mótmæla almennra borgara í kjölfar handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalny, sem reynt var að drepa fyrir ekki löngu síðan með eitri.

Það er ótrúlegt að stjórnunarhættir af þessu tagi skuli fylgja þeirri merku menningarþjóð, sem Rússar eru - en er engu að síður veruleiki.

Í Kreml situr hræddur maður við völd.

Lýðræðið í Rússlandi sem vonir stóðu til að mundi fylgja falli Sovétríkjanna er sýndarmennska ein. KGB stjórnar Rússlandi - eða hugsanlega mafíur, sem berjast um völdin sín í milli og hver þeirra taki við, þegar Pútín hverfur af valdastóli.

Allt er þetta sorgarsaga.


Flokkarnir: Átök í aðsigi

Sunnudagur, 31. janúar 2021

Það eru átök í aðsigi í flestum stjórnmálaflokkum vegna þingkosninganna í haust. Þau eru ýmist byrjuð eða fara að byrja og snúast um framboðslista þeirra. Þessi átök fara fram fyrir opnum tjöldum í þeim flokkum, sem efna til prófkjöra vegna uppstillinga eins og t.d. í Sjálfstæðisflokknum , þar sem flest prófkjör fara væntanlega fram í júní en á bak við lokaðar dyr þar sem verkefnið er… Meira »

Eru verri tímar að ganga í garð á Íslandi?

Laugardagur, 30. janúar 2021

Fréttir fyrir skömmu um að skotið hefði verið á rúður á skrifstofum Samfylkingarinnar í Reykjavík og að hið sama hefði gerzt í Valhöll , höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins , vöktu óhug. Þegar fréttir bárust um að skotið hefði verið á bifreið Dags B. Eggertssonar , borgarstjóra, vaknaði sú hugsun áreiðanlega hjá mörgum, hvort verið gæti að verri tímar væru framundan á Íslandi. Eitt er að fólk… Meira »

Óróleiki á lyfjamörkuðum

Föstudagur, 29. janúar 2021

Það er óróleiki á lyfjamörkuðum . Í gær lýstu lyfjayfirvöld í Þýzkalandi þeirri skoðun að það skorti upplýsingar um áhrif bóluefnis AstraZeneca á eldra fólk að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle . Þess vegna ætti einungis að gefa það lyf fólki, sem væri 64 ára og yngra . Þetta er niðurstaða nefndar sérfræðinga , sem þýzka heilbrigðisráðuneytið hefur opinberað. Þessari… Meira »

Veiran: Árangur Íslands vekur athygli

Fimmtudagur, 28. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Ísland er í sjöunda sæti á lista yfir 98 þjóðir , sem áströlsk hugveita hefur tekið saman um árangur einstakra þjóða í baráttunni við kórónuveiruna. Við erum langefst meðal Evrópuþjóða og höfum staðið okkur mun betur en önnur Norðurlönd . Til marks um það er, að Finnar eru næstir okkur á þessum lista í 17. sæti, Noregur í 18. sæti og Svíar í 37. sæti. Danmörk… Meira »

Verkalýðshreyfingin og þingkosningar

Miðvikudagur, 27. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Þór Ingólfsson , formaður VR , að verkalýðshreyfingin ætli að "gera sig gildandi" í umræðum í aðdraganda þingkosninganna í haust og sé að búa sig undir það. Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart og raunar skrýtið að ekki skuli vera meiri eftirspurn eftir forystumönnum úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Ekki verður betur séð en bæði… Meira »

Erfiður tími framundan fyrir stjórnmálamenn

Þriðjudagur, 26. janúar 2021

Næstu mánuðir verða erfiður tími fyrir marga stjórnmálamenn. Nú er komið að því, að þeir verða að leggja störf sín síðustu fjögur ár undir dóm kjósenda . Sumir verða að ganga í gegnum prófkjör í eigin flokkum áður en kemur að kosningunum sjálfum og aðrir verða að sæta mati uppstillinganefnda á því hvernig þeir hafi staðið sig. Reynslan sýnir að eitt helzta vandamál þingmanna er ofmat þeirra á… Meira »

Bretland: Átök framundan um stöðu Skotlands og Norður-Írlands

Mánudagur, 25. janúar 2021

Líklegt er að átök séu framundan á þessu ári um stöðu Skotlands í "Hinu sameinaða konungsdæmi" á Bretlandseyjum og jafnvel Norður-Írlands líka. Í vor fara þingkosningar fram í Skotlandi og í þeim má búast við að skozkir þjóðernissinnar fari fram á umboð skozkra kjósenda til að efna til þjóðaratkvæðis um sjálfstæði Skotlands , að því er fram kemur á RÚV .  Boris Johnson hefur að vísu talað á… Meira »

Rússland: Mikill mannfjöldi mómælti fangelsun Navalnys um allt land í gær

Sunnudagur, 24. janúar 2021

Mikill mannfjöldi mótmælti fangelsun rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í borgum um allt Rússland í gær. Til átaka kom á milli fólksins og lögreglunnar og töluverður fjöldi fólks var hnepptur í fangelsi , þar á meðal eiginkona Navalnys og ýmsir samstarfsmenn hans, konur og karlar. Frá þessu er sagt m.a. á rússneska netmiðlinum, The Moscow Times . Navalny var settur í fangelsi við komuna heim… Meira »

Sjálfstæðisflokkur: Fjör færist í leikinn

Laugardagur, 23. janúar 2021

Í grein í Morgunblaðinu í dag tilkynnir Vilhjálmur Bjarnason , fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins , að hann muni gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninganna í september n.k. Prófkjörið hefur að vísu ekki verið ákveðið en ætla verður að prófkjör verði á vegum flokksins í flestum eða öllum kjördæmum í júní . Enda flokkurinn sá stjórnmálaflokkur, sem síðustu… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.