Hausmynd

Veiran: Bezt staða á Íslandi og Grænlandi af Norðurlöndum

Mánudagur, 18. janúar 2021

New York Times birtir daglega litakort af heimsbyggðinni, þar sem sjá má stöðuna á kórónuveirunni eftir löndum. Skv. því korti standa Ísland og Grænland bezt allra Norðurlanda en Færeyjar sjást að vísu ekki á kortinu. Svíþjóð stendur hins vegar langverst, sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Svía.

Skv. kortinu eru Bretar og Írar, Spánverjar og Portúgalar og Holland og Belgía og Eystrasaltsríkin í sömu stöðu og Svíar.

Vafalaust er skýringin að einhverju leyti sú, að hvorki við né Grænlendingar eigum "landamæri" að öðrum ríkjum en að auki fer tæpast á milli mála, að hér hafa sóttvarnir tekizt vel.

Þessi góð staða okkar er líka sterk efnisleg rök fyrir því að herða eftirlit á því sem í daglegu tali er kallað "landamæri" en í gamla daga var það orð notað um markalínur á milli landa á meginlöndum.

 


Þýzkaland: Kristilegir demókratar halda sig við miðjuna

Sunnudagur, 17. janúar 2021

Hörðum átökum í flokki Kristilegra demókrata í Þýzkalandi um nýjan formann flokksins, sem hugsanlega tekur við af Merkel sem kanslari í haust, er lokið með sigri Armin Laschet , sem er gamall samstarfsmaður Merkel og skoðanabróðir hennar í því að Kristilegir eigi að spanna hið pólitíska litróf frá hægri yfir á miðju,  að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle. Þetta er… Meira »

Tæplega 27 þúsund einstaklingar atvinnulausir

Laugardagur, 16. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að 26473 einstaklingar hafi verið atvinnulausir í desember og að því sé spáð að þeim fjölgi í janúar. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið var 23,3% í desember. Atvinnuleysið meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi er nú rúmlega 24% . Þetta eru óhugnanlega háar tölur. Gera má ráð fyrir að þetta mikla atvinnuleysi og hvernig bregðast eigi við verði… Meira »

Djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari

Föstudagur, 15. janúar 2021

Það er djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari Daðasyni , félags- og barnamálaráðherra, að hverfa úr öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi og bjóða sig fram í efsta sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna . Það er ekki öruggt þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn . En sú ákvörðun sýnir líka, að Framsóknarflokkurinn er að undirbúa sókn á þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorninu. Þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir munu þá… Meira »

Bandarískt samfélag klofið í herðar niður

Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Umræður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær um ákæru á hendur Trump , fráfarandi Bandaríkjaforseta, sýndu svo ekki verður um villzt, að bandarískt samfélag er klofið í herðar niður . Hið sama á við um flokk repúblikana vegna þess að ljóst er orðið að nokkrir lykilmenn í þeim flokki eru fylgjandi því að ákæra fráfarandi forseta fyrir að hafa ýtt undir aðsúg að þinghúsinu fyrir skömmu með það að… Meira »

Kosningabaráttan: Verður endurskoðun EES-samnings til umræðu?

Miðvikudagur, 13. janúar 2021

Í Noregi , eins og hér, er kosningabarátta framundan. Þar verður líka kosið í september eins og hér. Þar eru nú hafnar miklar umræður um endurskoðun EES-samningsins m.a. í ljósi þess að því er haldið fram í Noregi að útgöngusamningur Breta úr ESB sé mun hagstæðari heldur en EES-samningurinn . Það er því eðlilegt að spyrja, hvort hið sama muni gerast hér, þ.e. að endurskoðun EES-samningsins verði… Meira »

Lýðræðið og Bandaríkin

Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Það er ekki að ástæðulausu , að það er einmitt utanríkisráðherra Þýzkalands , sem gerir þá hættu sem steðjar að lýðræðinu vegna atburðanna í Bandaríkjunum að umtalsefni og sagt er frá hér á síðunni. Þjóðverjar tala af reynslu . Adolf Hitler komst til valda í lýðræðislegum kosningum og allir þekkja það sem síðan gerðist. Það voru afskipti Bandaríkjanna , sem komu í veg fyrir, að Þýzkaland nazismans… Meira »

Utanríkisráðherra Þýzkalands kallar eftir Marshalláætlun fyrir lýðræði

Mánudagur, 11. janúar 2021

Heiko Maas , utanríkisráðherra Þýzkalands, kallar nú eftir eins konar Marshalláætlun fyrir lýðræði að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle og er þá vísað til svonefndrar Marshalláætlunar Bandaríkjanna um endurreisn Evrópu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar hugmyndir ráðherrans koma fram í kjölfar þess að stuðningsmenn Donalds Trumps , fráfarandi Bandaríkjaforseta,… Meira »

Noregur: EES-samningurinn til umræðu

Sunnudagur, 10. janúar 2021

Á mbl.is , netútgáfu Morgunblaðsins , er frá því sagt, að EES- samningurinn sé kominn til umræðu á vettvangi norskra stjórnmála í aðdraganda þingkosninga , sem þar fara fram í september n.k. Og ennfremur að það sé að frumkvæði norska Miðflokksins , sem sæki nú mjög fram í fylgi skv. könnunum í Noregi . Talsmenn Miðflokksins haldi því fram, að Bretar hafi við útgöngu úr ESB náð mun betri samningum… Meira »

Fréttablaðið: "... enda mundi það draga...úr líkum á...endurkjöri"

Laugardagur, 9. janúar 2021

Í frétt í Fréttablaðinu í dag um horfur í stjórnmálum segir m.a.: " Sjálfstæðismönnum þykir ólíklegt að einhver í þeirra hópi sjái ástæðu til að styðja frumvarp um miðhálendisþjóðgarð enda myndi það draga töluvert úr líkum á því að þeir nái endurkjöri ". Þetta er óneitanlega athyglisvert. Í fyrsta lagi er ákvæði um slíkan þjóðgarð í stjórnarsáttmála og þess vegna hlýtur andstaða við frumvarpið í… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.