Hausmynd

Grái listinn: Sváfum á verđinum, segir Bjarni

Ţriđjudagur, 22. október 2019

Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins, sagđi í samtali viđ RÚV í gćr, ađ Ísland hefđi sofiđ á verđinum ţar til í fyrra vegna peningaţvćttismála.

Ţar međ hefur Bjarni tekiđ undir međ Katrínu Jakobsdóttur, forsćtisráđherra, sem í viđtali viđ Morgunblađiđ í gćr, mánudag, viđurkenndi mistök stjórnkerfisins í ţessum málum.

Ţetta er alveg nýr tónn í forystu ríkisstjórnar á Íslandi. Yfirleitt hafa ráđherrar alltaf tekiđ upp vörn fyrir mistök eđa vanrćkslu stjórnkerfisins.

Vonandi eru ţessi óvenjulegu viđbrögđ tveggja ráđherra til marks um breytta tíma og ađ í framhaldinu verđi fariđ ađ skođa betur ţá stöđnun, sem augljóslega hefur orđiđ í opinbera stjórnkerfinu, sem í vaxandi mćli hefur leitast viđ ađ hreiđra um sig eins og ríki í ríkinu.

 


FT: Vandi Boeing hefur neikvćđ áhrif á efnahag Bandaríkjanna

Mánudagur, 21. október 2019

Vandi Boeing- verksmiđjanna vegna MAX 373 vélanna hefur ekki bara áhrif á fyrirtćkiđ sjálft og ţau flugfélög, sem höfđu tekiđ ţessar vélar í notkun. Á vef Financial Times birtist í morgun grein eftir Megan Greene , sem er kennari viđ Harvard -háskóla, ţar sem fćrđ eru rök ađ ţví, ađ stöđvun á notkun ţessara flugvéla hafi haft neikvćđ áhrif á efnahagsţróunina í Bandaríkjunum , sem nemi 0,2%, og… Meira »

Loksins, loksins - viđurkennir stjórnkerfiđ mistök!

Mánudagur, 21. október 2019

Á forsíđu Morgunblađsins í dag er ađ finna ákveđin tímamót , sem eru fagnađarefni. Katrín Jakobsdóttir , forsćtisráđherra, viđurkennir, ađ islenzka stjórnkerfinu hafi orđiđ á mistök og ţess vegna sé Ísland komiđ á gráan lista vegna peningaţvćttismála . Orđrétt segir forsćtisráđherra: "Betri vöktun hefđi átt ađ vera í stjórnkerfinu..." Ţađ liggur viđ ađ segja megi ađ ţessum orđum fylgi ákveđin… Meira »

Vandi Boeing-verksmiđjanna

Sunnudagur, 20. október 2019

Nýjustu fréttir af vandamálum Boeing-verksmiđjanna vegna 737 Max vélanna eru ţćr, ađ starfsmenn Boeing hafi haft efasemdir um sjálfvirkt öryggiskerfi vélanna. Í ljósi ţess ađ dauđi 346 farţega í tveimur flugslysum tengist ţessu öryggiskerfi eru ţessar upplýsingar ekki lítiđ mál. Hvers vegna var ţessum efasemdum starfsmanna ekki fylgt eftir? Og jafnframt í ljósi ţessara frétta: Munu flugfarţegar um… Meira »

Alţjóđlegur áfellisdómur yfir stjórnsýslu okkar

Laugardagur, 19. október 2019

Tilvist Íslands á "gráum lista" yfir lönd, sem hafa ekki gert fullnćgjandi ráđstafanir vegna peningaţvćttis er alţjóđlegur áfellisdómur yfir stjórnsýslu okkar . Ţađ dugar ekki ađ segja ađ svo mikiđ hafi veriđ gert frá ţví ađ athugasemdir voru gerđar. Hvers vegna var tilefni til ađ gera ţćr? Ţađ verđur ađ gera ţá kröfu til opinberra ađila ađ skýringar verđi gefnar á ţví hvađ fór úrskeiđis og hvers… Meira »

Hápólitískt drama stendur yfir í Bretlandi

Föstudagur, 18. október 2019

Samkomulag Breta og ESB um útgöngu hinna fyrrnefndu er pólitískur sigur fyrir Boris Johnson , forsćtisráđherra. Hvort ţađ verđur samţykkt í brezka ţinginu á morgun, laugardag, er annađ mál. Verđi ţađ fellt er nokkuđ ljóst ađ Bretar ganga alla vega úr ESB í lok ţessa mánađar en ţá er jafnframt líklegt ađ ţing verđi rofiđ og efnt til nýrra kosninga á nćstu vikum. Ţćr kosningar gćtu leitt til ţess ađ… Meira »

Valhöll verđur ađ taka niđurstöđur skođanakannana alvarlega

Fimmtudagur, 17. október 2019

Um ţessar mundir eru ţrír ađilar ađ framkvćma kannanir á fylgi flokka, ţ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir . Niđurstađa tveggja hinna síđarnefndu er mjög svipuđ, tölur Gallup hafa veriđ íviđ hagstćđari fyrir Sjálfstćđisflokkinn . En niđurstađa allra ţriggja er gersamlega óviđunandi fyrir ţennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til ađ taka ţessar… Meira »

BREXIT: Samkomulag í nánd?

Miđvikudagur, 16. október 2019

Fyrir tveimur dögum ríkti svartsýni í London og Brussel um samkomulag um útgöngu Breta úr ESB en í morgun er annar tónn í brezku blöđunum og líkur á samkomulagi taldar umtalsverđar. Ţađ er augljóst ađ ţađ stendur yfir eins konar "taugastríđ" á milli Breta og ESB . En hver gćti skýringin veriđ á meiri samkomulagsvilja í Brussel ? Hugsanlega sú, ađ Evrópusambandiđ stendur frammi fyrir efnahagslegum… Meira »

Ţingkosningar innan 18-24 mánađa

Ţriđjudagur, 15. október 2019

Ţađ eru 18-24 mánuđir í ţingkosningar. Stađan á miđju kjörtímabili er áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana, ţótt ekki verđi annađ sagt en ađ ţeim hafi tekizt býsna vel ađ tryggja efnahagslegan stöđugleika. Vextir fara lćkkandi og verđbólgu er haldiđ í skefjum. Áhyggjuefniđ fyrir stjórnarflokkana er hins vegar undirliggjandi vandi af öđrum ástćđum. Orkupakkinn er eitt ţeirra. Annađ tengist… Meira »

Spánn: Leiđtogar sjálfstćđissinna í Katalóníu dćmdir í fangelsi

Mánudagur, 14. október 2019

Ţađ hlýtur ađ ţykja tíđindum sćta á 21. öldinni ađ pólitískir leiđtogar sjálfstćđissinna í Katalóníu , sem hafa ekki annađ til saka unniđ en berjast fyrir sjálfstćđi Katalóníu , skuli nú hafa veriđ dćmdir í fangelsi af Hćstarétti Spánar. Hér er um ađ rćđa 9 pólitíska leiđtoga, sem eru dćmdir í 9-13 ára fangelsi fyrir ađ hafa "ćst til uppreisnar", eins og ţađ er kallađ. Getur ţađ stađizt í… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4536 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 14. október til 20. október voru 4536 skv. mćlingum Google.

Ný könnun: Samfylkingin kemur á óvart

Skyndileg sókn Samfylkingarinnar í nýrri könnun Zenter-rannsókna, sem Fréttablađiđ birti í morgun, vekur athygli og kemur á óvart. Samfylkingin mćlist međ 18,5% fylgi og nálgast Sjálfstćđisflokk međ 19,6%.

Lesa meira

4373 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 7.október til 13. október voru 4373 skv. mćlingum Google.

4812 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 30. september til 6. október voru 4812

skv. mćlingum Google.