Hausmynd

Leikhús: Á Óvinur fólksins eftir Ibsen erindi við samtímann?

Laugardagur, 2. maí 2020

Hollenzk blaðakona, Caroline de Gruyter, segir frá því í grein, sem birt er á euobserver.eu, að skyndilega sýni leikhús um heim allan mikinn áhuga á leikriti eftir norska leikskáldið Henrik Ibsen, sem frumsýnt var árið 1882 eða fyrir nær 140 árum. Leikritið heitir Óvinur fólksins.

Í stuttu máli fjallar leikritið um lækni á heilsuhæli í litlum bæ í Noregi, en íbúarnir binda miklar vonir við að hælið verði þeim öllum til framdráttar efnahagslega. Læknirinn uppgötvar og fær staðfest að vatnið í bænum er eitrað, skrifar blaðagrein og boðar til fundar til þess að upplýsa um málið. Bróðir hans er bæjarstjórinn og sér glæsta efnahagslega framtíð bæjarins gufa upp. Hann hefur herferð til þess að eyðileggja orðspor bróður síns, læknisins, og fær ritstjóra blaðsins á staðnum til þess að hafna birtingu greinarinnar. 

Eftir stendur læknirinn, rúinn trausti og dóttir hans rekin úr skólanum á staðnum, af því að hann vildi segja fólki sannleikann, þótt hann gæti haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar.

Þetta er í raun nákvæm lýsing á þeim átökum, sem nú fara fram á milli heilbrigðissjónarmiða og efnahagslegra hagsmuna vegna kórónuveirunnar.

Og kannski líka lýsing á hlutskipti þeirra, sem ganga einir gegn miklum hagsmunum.

Leikritið hefur verið sett á svið fjórum sinnum hér á landi. Fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1908 og þá var heiti þess Þjóðníðingur. Næst hjá Þjóðleikhúsinu 1975 undir sama nafni. Í þriðja sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur á ný árið 2001 og þá undir nafninu Fjandmaður fólksins og loks hjá Þjóðleikhúsinu 2017 og þá undir nafninu Óvinur fólksins. Í þeirri sýningu var bróðirinn, bæjarstjórinn, orðinn að systur læknisins.

Það er nokkuð ljóst að þetta leikverk á erindi við samtíma okkar.


Frábær sýning í Borgarleikhúsi

Mánudagur, 13. janúar 2020

Frá sjónarhóli áhugamanns um leikhús er sýning Leikfélags Reykjavíkur, (sem á 123 ára afmæli um þessar mundir) á Vanja frænda , eftir hinn rússneska Tsjekhov (1860-1904) frábær og eftirminnileg. Þegar leiktjöldin eru dregin frá blasir við óvenjuleg en mjög vel heppnuð leikmynd og með jafn vel heppnaðri lýsingu verður til mjög sérstakt andrúmsloft á sviðinu, sem leikhópurinn fellur vel inn í.… Meira »

Sinfónían um land allt

Þriðjudagur, 17. desember 2019

Um nokkurt skeið hefur Berlínar sinfónían gefið fólki, nánast um heim allan, færi á að fylgjast með tónleikum hennar í beinni útsendingu gegn vægu gjaldi. Sinfóníuhljómsveit Íslands er ekki bara fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, heldur landsmenn alla, og reynir að sinna þeim skyldum með hljómleikaferðum um landsbyggðina, þótt þeim séu að sjálfsögðu takmörk sett. En spurning er, hvort ekki á að gera… Meira »

Leikfélag Reykjavíkur gengur í endurnýjun lífdaga

Þriðjudagur, 29. október 2019

Það er gaman að fylgjast með því, hvað mikill lífskraftur felst í Leikfélagi Reykjavíkur . Stjórn félagsins vinnur nú markvisst að því að auka félagsstarf með þeim árangri að veruleg fjölgun hefur orðið á félagsmönnum í þessu bráðum 123 ára gamla menningarfélagi. Á aðalfundi þess í gærkvöldi kom skýrt í ljós, að leikstarfsemi félagsins stendur í blóma og fjárhagsstaða þess traust. S tjórn… Meira »

Blekkingaleikir alræðisstjórna

Fimmtudagur, 4. júlí 2019

Fyrir þá, sem komust til vits og ára eftir heimsstyrjöldina síðari hefur alltaf verið erfitt að skilja, hvers vegna svo margir, sem kynntust Þýzkalandi fyrir stríð en eftir valdatöku Hitlers , hrifust af því, sem þeir sáu og urðu vitni að í skemmri eða lengri tíma þar í landi. En eitt var þó ljóst: Lítið var vitað um meðferðina á Gyðingum í útrýmingarbúðum fyrr en leið á stríðið og svo að… Meira »

Hádegistónleikar auka vægi Kjarvalsstaða í menningarlífinu

Þriðjudagur, 28. maí 2019

Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum , sem Guðný Guðmundsdóttir , fiðluleikari er listrænn stjórnandi að, auka vægi Kjarvalsstaða í menningarlífi höfuðborgarinnarn svo um munar. Í gær var Atla Heimis Sveinssonar , tónskálds, sem lést fyrir skömmu, minnst á slíkum tónleikum fyrir fullu húsi. Það sem vakti ekki sízt athygli þess áheyranda, sem hér skrifar var, að þar var hin undurfagra Vókalísa… Meira »

Kona fer í stríð: Listaverk - með boðskap

Mánudagur, 22. apríl 2019

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar , Kona fer í stríð , (sem sýnd var í RÚV í gærkvöldi) er fágað listaverk með mikinn boðskap . Kvikmyndin hefur reynzt undanfari eins mesta ákalls , sem hljómað hefur um heimsbyggðina - um breytta umgengni mannfólksins við jörðina til þess að forða henni frá eyðileggingu. Enduróm þess ákalls mátti finna í páskamessu biskups Íslands . Kannski má segja, að sænska… Meira »

Veröld sem var

Mánudagur, 17. desember 2018

Í gær var frumsýnd í Háskólabíó ný kvikmynd Erlendar Sveinssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar , Þvert á tímann , sem lýsir degi í lífi Matthíasar Johannessen , skálds og ritstjóra. Myndin er afar vel gerð, í raun eins og sjálfstætt listaverk . Hún lýsir margbrotnum persónuleika Matthíasar um leið og hún er eins konar vitnisburður um veröld sem var . Í grein, sem ég skrifaði um Matthías í Nordisk… Meira »

Menning sem á sér rætur í þjóðarsálinni

Miðvikudagur, 31. október 2018

Það voru stórkostlegar fréttir um frammistöðu íslenzkra listamanna, sem bárust frá Osló í gærkvöldi, þegar Benedikt Erlingsson hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir kvikmynd sína Kona fer í stríð og Auður Ava Ólafsdóttir , bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör .  Tvenn verðlaun af fimm gengu til Íslendinga . Þessi verðlaun minna okkur á hvað þessi litla þjóð hefur náð… Meira »

Darkest Hour: Er kvikmyndin sögulega "rétt"?

Mánudagur, 25. júní 2018

Kvikmyndin Darkest Hour , sem fjallar um takmarkað tímabil í ævi Winston S. Churchill , þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Breta í stríðsbyrjun er áhrifamikil, en er hún sögulega "rétt"?   Og er eitthvað til sem getur kallast sögulega "rétt"? Segja má að friðþægingarstefna Neville Chamberlain sé grunnþáttur myndarinnar og þar fylgja kvikmyndagerðarmenn viðtekinni skoðun um þátt hans… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.