Það var áberandi í umræðum í Silfrinu í gær hvað "ensku-slettur" voru algengar í umfjöllun um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeim fylgir gjarnan setningin..."ef ég má sletta".
Svarið er nei.
Það getur ekki verið erfiðara fyrir Íslendinga að nota íslenzk orð frekar en ensk.
Samt er það vaxandi að viðmælendur RÚV noti "ensku-slettur" í stað íslenzkra orða.
Er ekki kominn tími á að gera átak í að útrýma þessum "ensku-slettum"?
Slíkt átak var gert framan af 20. öld við að útrýma "dönsku-slettum" úr íslenzku máli. Nú er íslenzka orðið gangstétt notað um gangstéttir. Sú var tíðin að talað var um "fortov" en ekki gangstéttir.
RÚV ætti að ganga á undan með góðu fordæmi í þessum efnum.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.