Hausmynd

Gagnlegt geðheilbrigðisþing

Fimmtudagur, 10. desember 2020

Geðheilbrigðisþing 2020, sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, efndi til í gærmorgun var bæði mikilvægt og gagnlegt. Það má segja að það hafi verið eins konar staðfesting á því, að þessi málaflokkur er ekki lengur úti í jaðri umræðna um heilbrigðismál heldur kominn í miðdepil þeirra.

Sálfræðingar voru áberandi í hópi ræðumanna, en eins og oft áður sást lítið til geðlækna. Hvað ætli valdi því að þeir taki svo lítinn þátt í opinberum umræðum um málefni, sem lífsstarf þeirra snýst um?

Upplýsingar, sem fram komu í umræðum um að biðlistar séu að verða óþekkt fyrirbæri á öðrum Norðurlöndum voru athyglisverðar. Getum við ekki eitthvað lært af þeim?

Skilningur er augljóslega vaxandi á því, að geðdeildarbyggingin á Landspítalalóðinni er barn síns tíma. Það er tímabært að fara að huga að nýrri slíkri byggingu og á heppilegri stað.

Upplýsingar um "tímabundið" geðráð, sem sett hefur verið á stofn ættu að ýta undir að það verði fest í sessi.

Heilbrigðisráðherra á þakkir skilið fyrir þetta framtak.

 


Tímamótaráðstefna Geðhjálpar og Geðverndarfélagsins

Föstudagur, 20. nóvember 2020

Í gær var haldið málþing á vegum Geðhjálpar og Geðverndarfélags Íslands um málefni barna, sem eiga foreldri, sem á við geðveiki að stríða . Málþingið fór fram - vegna aðstæðna - á netinu og sent út á Facebókarsíðu Geðhjálpar . Í stuttu máli sagt var hér um að ræða tímamótaráðstefnu um þennan tiltekna þátt geðverndarmála, þ.e. málefni barna, sem eiga geðveikt foreldri. Fyrirlesarar frá Bretlandi,… Meira »

Danmörk: 300 þúsund börn eiga foreldri með geðröskun

Miðvikudagur, 28. október 2020

Danska sjónvarpið hefur hafið útsendingu á þáttaröð um börn , sem eiga foreldri með geðröskun . Í upphafi hennar kemur fram, að um 300 þúsund börn í Danmörku búa við slíkar aðstæður. Í fyrsta þættinum kemur fram, að geðdeild sjúkrahússins í Álaborg á Jótlandi hefur hafizt handa við að sinna þessum börnum. Það er gert með samtölum við barnið og foreldra þess og með því að leiða saman börn , sem… Meira »

Opnari umræður um sjálfsvíg

Fimmtudagur, 10. september 2020

Sú var tíðin, að lögreglan óskaði eftir því við fjölmiðla , að ekki væri sagt frá því að andlát hefði borið að vegna sjálfsvígs . Fréttaflutningur um slíkt var talinn geta kallað á fleiri sjálfsvíg eða tilraunir til sjálfsvígs. Í þessu fólst í raun að um sjálfsvíg ríkti þögn . Um þau mátti ekki tala. Nú er þetta að breytast . Í Fréttablaðinu í dag segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir… Meira »

Vertu úlfur á leiksvið: "Áhrifarík, sársaukafull, mögnuð"

Sunnudagur, 5. júlí 2020

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um þessa helgi er að finna ítarlegt viðtal Böðvars Páls Ásgeirssonar við Héðinn Unnsteinsson , sem nýlega var kjörinn formaður Geðhjálpar , en hann var í hópi þess unga fólks, sem á tíunda áratug síðustu aldar opnaði umræður um málefni geðsjúkra m.a. á síðum Morgunblaðsins . Í laugardagsblaðinu birtist viðtal við Unni Ösp Stefánsdóttur , leikkonu, sem um þessar… Meira »

Átak í geðheilbrigðismálum fanga fagnaðarefni

Föstudagur, 6. desember 2019

Það átak í geðheilbrigðismálum fanga , sem Svandís Svavarsdóttir , heilbrigðismálaráðherra, kynnti í gær, er fagnaðarefni en um leið umhugsunarvert að það skuli komið til vegna ábendinga frá útlöndum . Auðvitað hefur það alltaf átt að vera sjálfsagt að fangar njóti sambærilegrar þjónustu og aðrir, hver svo sem veikindi þeirra eru. Það er annað og stærra mál, hvers vegna fólk lendir í fangelsi .… Meira »

Klikkuð menning: Samstaða, sem er að skapa nýtt afl í geðheilbrigðismálum

Föstudagur, 20. september 2019

Í gær var menningarhátíð Geðhjápar , Klikkuð menning , sett í hátíðasal Háskóla Íslands . Forseti Íslands , Guðni Th. Jóhannesson var fyrstur ræðumanna og fórst það vel úr hendi. Svanur Kristjánsson , prófessor, ræddi á opinn og áhrifamikinn hátt um reynslu fjölskyldu sinnar af geðröskun og Elísabet Jökulsdóttir fjallaði um eigin sjúkdóm á þann veg, sem henni er einni lagið en þáttur í frásögn… Meira »

Valda sumar svefndýnur veikindum?

Fimmtudagur, 18. júlí 2019

Í Fréttablaðinu í dag er afar athyglisverð frétt, þar sem Þórdís Jóhannsdóttir Wathne lýsir glímu við slæm veikindi , sem hurfu, þegar hún fjarlægði svefndýnu en fékk aðra, sem var "algjörlega laus við kemísk efni ". Þegar frétt þessi er lesin í ljósi greinar, sem birtist á Kjarnanum hinn 11. marz sl . eftir Vilmund Sigurðsson , fer málið að verða verulega alvarlegt . Í grein þessari segir… Meira »

Bretland: Sala á sterkum bjór minnkað um þriðjung á 12 árum

Miðvikudagur, 3. júlí 2019

Sala á sterkum bjór í Bretlandi hefur minnkað um þriðjung á síðustu 12 árum að því er fram kemur í Daily Telegraph . Það er unga fólkið , sem leiðir þessa þróun. Jafnframt hefur sala á því, sem við köllum pilsner, þ.e. bjór með mjög litlu áfengismagni , aukizt um 30% frá árinu 2016 . Eins og fyrr segir er það unga fólkið, sem hér kemur mest við sögu. Stórir hópar í aldursflokknum 18-24 ára hafa… Meira »

Guardian: Ísland efst á blaði í aukningu á notkun þunglyndis- og kvíðalyfja

Þriðjudagur, 25. júní 2019

Á forsíðu vefs brezka blaðsins Guardian í gær var að finna frétt um skýrslu, sem kynnt var á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær, mánudag, og fjallar um geðheilbrigðismál . Með frétt þessari birtist línurit , sem sýnir að Ísland er efst á blaði í aukningu á úgáfu lyfseðla vegna þunglyndis ("anti-depressant") sem sennilega á við bæði um þunglyndi og kvíða , á tímabilinu 2000-2016. Næst á eftir… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.