Geðheilbrigðisþing 2020, sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, efndi til í gærmorgun var bæði mikilvægt og gagnlegt. Það má segja að það hafi verið eins konar staðfesting á því, að þessi málaflokkur er ekki lengur úti í jaðri umræðna um heilbrigðismál heldur kominn í miðdepil þeirra.
Sálfræðingar voru áberandi í hópi ræðumanna, en eins og oft áður sást lítið til geðlækna. Hvað ætli valdi því að þeir taki svo lítinn þátt í opinberum umræðum um málefni, sem lífsstarf þeirra snýst um?
Upplýsingar, sem fram komu í umræðum um að biðlistar séu að verða óþekkt fyrirbæri á öðrum Norðurlöndum voru athyglisverðar. Getum við ekki eitthvað lært af þeim?
Skilningur er augljóslega vaxandi á því, að geðdeildarbyggingin á Landspítalalóðinni er barn síns tíma. Það er tímabært að fara að huga að nýrri slíkri byggingu og á heppilegri stað.
Upplýsingar um "tímabundið" geðráð, sem sett hefur verið á stofn ættu að ýta undir að það verði fest í sessi.
Heilbrigðisráðherra á þakkir skilið fyrir þetta framtak.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.