Hausmynd

Lýðræðið og Bandaríkin

Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Það er ekki að ástæðulausu, að það er einmitt utanríkisráðherra Þýzkalands, sem gerir þá hættu sem steðjar að lýðræðinu vegna atburðanna í Bandaríkjunum að umtalsefni og sagt er frá hér á síðunni. Þjóðverjar tala af reynslu.

Adolf Hitler komst til valda í lýðræðislegum kosningum og allir þekkja það sem síðan gerðist.

Það voru afskipti Bandaríkjanna, sem komu í veg fyrir, að Þýzkaland nazismans legði undir sig Evrópu alla. Fyrst með gífurlegum vopnasendingum til Sovétríkjanna, sem gerði þeim kleift að hrinda innrás Þjóðverja og síðan með beinni íhlutun í átökin í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni.

Þess vegna er það rétt, sem þýzki utanríkisráðherrann segir, að án Bandaríkjanna væri ekkert lýðræði í Evrópu.

Þær kynslóðir, sem nú lifa á Vesturlöndum hafa gengið út frá lýðræðinu sem vísu.

Atburðirnir í Bandaríkjunum sýna, að það er ekki hægt að ganga út frá neinu sem vísu.

Það er Bandaríkjamönnum sjálfum nú orðið ljóst, sem skýrir þá miklu reiði, sem hefur verið að magnast upp í garð Trumps vestan hafs síðustu daga.


Utanríkisráðherra Þýzkalands kallar eftir Marshalláætlun fyrir lýðræði

Mánudagur, 11. janúar 2021

Heiko Maas , utanríkisráðherra Þýzkalands, kallar nú eftir eins konar Marshalláætlun fyrir lýðræði að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle og er þá vísað til svonefndrar Marshalláætlunar Bandaríkjanna um endurreisn Evrópu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar hugmyndir ráðherrans koma fram í kjölfar þess að stuðningsmenn Donalds Trumps , fráfarandi Bandaríkjaforseta,… Meira »

Noregur: EES-samningurinn til umræðu

Sunnudagur, 10. janúar 2021

Á mbl.is , netútgáfu Morgunblaðsins , er frá því sagt, að EES- samningurinn sé kominn til umræðu á vettvangi norskra stjórnmála í aðdraganda þingkosninga , sem þar fara fram í september n.k. Og ennfremur að það sé að frumkvæði norska Miðflokksins , sem sæki nú mjög fram í fylgi skv. könnunum í Noregi . Talsmenn Miðflokksins haldi því fram, að Bretar hafi við útgöngu úr ESB náð mun betri samningum… Meira »

Fréttablaðið: "... enda mundi það draga...úr líkum á...endurkjöri"

Laugardagur, 9. janúar 2021

Í frétt í Fréttablaðinu í dag um horfur í stjórnmálum segir m.a.: " Sjálfstæðismönnum þykir ólíklegt að einhver í þeirra hópi sjái ástæðu til að styðja frumvarp um miðhálendisþjóðgarð enda myndi það draga töluvert úr líkum á því að þeir nái endurkjöri ". Þetta er óneitanlega athyglisvert. Í fyrsta lagi er ákvæði um slíkan þjóðgarð í stjórnarsáttmála og þess vegna hlýtur andstaða við frumvarpið í… Meira »

Hugsjónir Eykons á dagskrá á ný

Föstudagur, 8. janúar 2021

Það er ánægjulegt að sjá í Morgunblaðinu í dag að hugsjónir Eyjólfs Konráðs Jónssonar , fyrrum alþingismanns og ritstjóra Morgunblaðsins eru komnar á dagskrá á ný. Í grein eftir Sigríði Andersen , alþingismann og fyrrum ráðherra, um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka segir þingmaðurinn m.a.: "Þótt sala á 25% hlut í Íslandsbanka sé gott skref þá er ekki nógu langt gengið. Eignarhaldið allt þarf að… Meira »

Martröð bandarísku þjóðarinnar

Fimmtudagur, 7. janúar 2021

Forsetatíð Donalds Trumps er að breytast í martröð bandarísku þjóðarinnar, eins og sjá mátti í gær, þegar stuðningsmenn Trumps gerðu aðsúg að bandaríska þinghúsinu og tókst að tefja fyrir staðfestingu á kjöri Joe Biden , sem næsta forseta Bandaríkjanna . Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum af þessu tagi í forysturíki lýðræðis í heiminum en um leið sýna þeir atburðir hvað lýðræðið getur verið… Meira »

Morgunblaðið í dag: Raunsærra mat ferðaþjónustu á stöðu mála

Miðvikudagur, 6. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag er að finna raunsærra mat talsmanna ferðaþjónustunnar á stöðu mála og líklega þróun á þessu ári en stundum áður. Þannig er m.a. haft eftir Kristófer Oliverssyni , formanni Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins : "Kristófer segir nýjustu tíðindi af dreifingu bóluefna á Íslandi ekki gefa tilefni til...bjartsýni. Það hafi ekki aðeins áhrif á… Meira »

Hvað segir fyrsta Gallup-könnun á kosningaári?

Þriðjudagur, 5. janúar 2021

Hvað segir fyrsta skoðanakönnun Gallup um fylgi flokka á nýju ári? Raunar er hún tekin á síðasta mánuði liðins ár en birt í upphafi nýs árs, þ.e. í gær, 4. janúar. Yfirleitt tapa stjórnarflokkar í könnunum og það á við um þessa könnun. Sá stjórnarflokkanna, sem tapar mestu fylgi miðað við þingkosningar 2017 er VG , sem skv. þessari könnun fengi nú 5,2 prósentustigum minna en í síðustu… Meira »

Veiran: Ástandið er ekki að batna í okkar heimshluta

Þriðjudagur, 5. janúar 2021

Því fer fjarri að ástandið vegna veirunnar sé að batna í okkar heimshlut a. Í Bandaríkjunum ríkir stjórnleysi og mun ríkja þar til nýr forseti tekur við. Þá bíður hans það verkefni að byrja í raun frá grunni að takast á við veiruna. Í gærkvöldi tilkynnti Boris Johnson , forsætisráðherra Breta , að fólk ætti að halda sig heima við fram í miðjan febrúar og að skólar yrðu lokaðir. Í dag er gert ráð… Meira »

Fjartæknin og grundvallarbreytingar á opinberu þjónustukerfi

Mánudagur, 4. janúar 2021

Hér var fyrr í dag fjallað um þá möguleika, sem fjartæknin opnar vegna fjarvinnu, fjarfunda og fjarnáms . En hún opnar líka tækifæri til grundvallarbreytinga á opinberum þjónustukerfum . Er t.d. nauðsynlegt að hafa svonefnda sýslumenn starfandi um allt land og það skrifstofuhald , sem því fylgir? Er nauðsynlegt að hafa skattstofur  um allt land með því skrifstofuhaldi , sem því fylgir? Og… Meira »

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.