Það er ekki að ástæðulausu, að það er einmitt utanríkisráðherra Þýzkalands, sem gerir þá hættu sem steðjar að lýðræðinu vegna atburðanna í Bandaríkjunum að umtalsefni og sagt er frá hér á síðunni. Þjóðverjar tala af reynslu.
Adolf Hitler komst til valda í lýðræðislegum kosningum og allir þekkja það sem síðan gerðist.
Það voru afskipti Bandaríkjanna, sem komu í veg fyrir, að Þýzkaland nazismans legði undir sig Evrópu alla. Fyrst með gífurlegum vopnasendingum til Sovétríkjanna, sem gerði þeim kleift að hrinda innrás Þjóðverja og síðan með beinni íhlutun í átökin í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni.
Þess vegna er það rétt, sem þýzki utanríkisráðherrann segir, að án Bandaríkjanna væri ekkert lýðræði í Evrópu.
Þær kynslóðir, sem nú lifa á Vesturlöndum hafa gengið út frá lýðræðinu sem vísu.
Atburðirnir í Bandaríkjunum sýna, að það er ekki hægt að ganga út frá neinu sem vísu.
Það er Bandaríkjamönnum sjálfum nú orðið ljóst, sem skýrir þá miklu reiði, sem hefur verið að magnast upp í garð Trumps vestan hafs síðustu daga.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.