Bókin kom út haustið 2009. Í formála bókarinnar kemur fram að höfundur hefði hafizt handa við annars konar bók en síðan segir:
„Bankahrunið haustið 2008 varð til þess að ég venti kvæði mínu í kross. Ástæðan var sú að Morgunblaðið hafði fjallað ítarlega um íslenzku bankana frá einkavæðingu þeirra og þó sérstaklega frá því í árslok 2005 og með hléum næstu misserin á eftir. Mér fannst bæði forvitnilegt og æskilegt að setja hrun bankanna í samhengi við þjóðfélagsþróun síðustu áratuga, sem um margt hefur verið jákvæð, þótt á henni hafi líka verið dökkar hliðar.“
Bókin byggir að töluverðu leyti á gögnum, sem höfundur fékk aðgang að vorið og sumarið 2009. Um það segir í formála bókarinnar:
„Einn helzti vandinn við ritun slíkrar bókar er að heimildir liggja ekki á lausu. Við búum í lokuðu samfélagi, þar sem litið hefur verið á skrifleg gögn um samtímaviðburði sem leyndarmál, þótt breyting hafi orðið á því síðustu mánuði. Þeir sem búa yfir upplýsingum um málefni lands og þjóðar, telja sér ýmist óheimilt að segja frá þeim eða það hentar ekki hagsmunum þeirra, pólitískum eða öðrum. Þess vegna byggir þessi bók að verulegu leyti á heimildum, skriflegum og munnlegum, sem ekki er hægt að segja frá. Mér er ljóst að það er bagalegt og dregur úr gildi hennar.“
Útgefandi er Veröld.
Vorið 2020 hafði bókin selst í 2084 eintökum.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.