Hausmynd

Vertu úlfur á leiksviđ: "Áhrifarík, sársaukafull, mögnuđ"

Sunnudagur, 5. júlí 2020

Í Sunnudagsblađi Morgunblađsins um ţessa helgi er ađ finna ítarlegt viđtal Böđvars Páls Ásgeirssonar viđ Héđinn Unnsteinsson, sem nýlega var kjörinn formađur Geđhjálpar, en hann var í hópi ţess unga fólks, sem á tíunda áratug síđustu aldar opnađi umrćđur um málefni geđsjúkra m.a. á síđum Morgunblađsins.

Í laugardagsblađinu birtist viđtal viđ Unni Ösp Stefánsdóttur, leikkonu, sem um ţessar mundir vinnur ađ leikgerđ á bókinni Vertu úlfur: wargos esto eftir Héđinn, ţar sem hann lýsir eigin baráttu viđ geđhvarfasýki en bókin kom út fyrir nokkrum árum. Leikgerđin verđur vćntanlega sýnd í Ţjóđleikhúsinu á nćsta leikári.

Unnur Ösp segir í viđtalinu:

"Ţessi saga er áhrifarík, sársaukafull, mögnuđ og meira ađ segja fyndin."

Ţađ er ljóst af viđtalinu viđ Héđinn sjálfan ađ mikiđ er um ađ vera í geđheilbrigđismálum og athyglisvert ađ í haust kemur hingađ til lands erlendur vísindamađur á vegum Geđhjálpar sem mun fjalla um ţróun vitundarvíkkandi efna til ađ stuđla ađ geđheilbrigđi.

En kannski vekur mesta athygli í viđtalinu umfjöllun hans um mikla fjölgun greininga, sem hann setur sjálfur spurningamerki viđ en segir svo:

"Ađ einhverju leyti má tengja viđ ţessa ţróun mikla fjölgun örorkubótaţega hér á landi. Áriđ 1990 voru ţeir 7506. Áriđ 2020 eru ţeir 21.979. Ţetta er 190% fjölgun á sama tíma og ţjóđinni hefur fjölgađ um 43% á ţessum árum. Ég get ekki skýrt ţetta".

Fyrir meira en hálfri öld ríkti ţögn um geđsjúkdóma. Nú eru umrćđur um ţá opnar og hreinskilnar. Eins og m.a. kom fram á opnum fundi málefnanefndar Sjálfstćđisflokksins um velferđarmál fyrir nokkrum dögum, ţar sem urđu líflegar umrćđur um ţennan málaflokk.

Leiksýning sú, sem Unnur Ösp vinnur ađ mun án efa hrista verulega upp í ţeim umrćđum öllum.

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mćlingum Google.

4433 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mćlingum Google.

4886 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mćlingum Google.

5133 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mćlingum Google.