Hausmynd

Kosiđ í september á nćsta ári - framhald stjórnarsamstarfs?

Laugardagur, 25. júlí 2020

Forsćtisráđherra leggur til ađ kosningar til Alţingis fari fram 25. september á nćsta ári og telur ekki ađ haustkosningar valdi vandamálum viđ fjárlagagerđ. Ţađ er í sjálfu sér rétt ef gert er ráđ fyrir framhaldi núverandi stjórnarsamstarfs en öđru máli gegnir, ef stjórnarmyndun tekur langan tíma og ný ríkisstjórn byggist á samstarfi annarra flokka en nú eru viđ völd.

Samstarf núverandi stjórnarflokka hefur reynzt farsćlt og ekki ólíklegt ađ innan flokkanna, sem ađ ţví standa verđi stuđningur viđ áframhald ţess, fari kosningar á ţann veg. Ţó er líklegt ađ innan VG verđi einhver andstađa viđ slíkar hugmyndir.

Ţetta er erfitt ađ meta vegna ţess ađ mikil óvissa ríkir um framhald mála nćstu 12 mánuđi eđa svo. Eitt er víst ađ ţeir verđa erfiđir og meiri líkur en minni á miklu atvinnuleysi og ţar međ óáran og óánćgju í samfélaginu, sem slík stađa veldur.

Til viđbótar kemur svo, ađ ţađ mun reynast flokkum og frambjóđendum erfitt ađ ná athygli kjósenda yfir sumarmánuđina. Yfirleitt taka kjósendur sér frí í júlí og ágúst frá pólitík.

Stjórnarandstöđunni hefur ekki tekizt ađ móta ákveđna pólitíska línu gegn ríkisstjórninni en eitt er ţó víst. Ţađ verđur erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir Samfylkingu og Viđreisn, ađ koma helzta hugsjónamáli ţeirra flokka á dagskrá, ţ.e. ađild ađ ESB. Ţađ ríkjabandalag er ekki hátt á hrygginn reist um ţessar mundir. Enn er fullkomin óvissa um hvort samningar nást á milli Breta og ESB fyrir áramót um samskipti ţeirra ađ lokinni útgöngu og svo virđist sem á Ítalíu sé ađ verđa til skipulögđ hreyfing, sem ćtlar ađ berjast fyrir útgöngu Ítalíu úr ESB.

 

 

 


Úr ýmsum áttum

4064 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 2. ágúst til 8. ágúst voru 4064 skv. mćlingum Google.

3779 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 26. júlí til 1. ágúst voru 3779 skv. mćlingum Google.

4106 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 19. júlí til 25. júlí voru 4106 skv. mćlingum Google.

Icelandair: Betur fór...

Betur fór en á horfđist međ samningum Icelandair og flugfreyja í nótt. Verđi ţeir samţykktir í atkvćđagreiđslu innan félags flugfreyja munu ţeir efla samstöđu innan fyrirtćkisins á erfiđum tímum.

Eftir stendur sú spurning hvađan nýtt hlutafé

Lesa meira