Hausmynd

Skođanakönnun: Áminning um nauđsyn endurnýjunar stefnu og starfa

Föstudagur, 14. ágúst 2020

Skođanakönnun Zenter rannsókna, sem birt er í Fréttablađinu í dag um fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur er áminning fyrir Sjálfstćđisflokkinn um nauđsyn ţess ađ endurnýja stefnu flokksins og starf. Hún er ekki áfellisdómur yfir borgarstjórnarflokknum sérstaklega vegna ţess, ađ margfengin reynsla áratugum saman er sú, ađ viđhorf kjósenda til flokksins á landsvísu hefur áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík.

Engu ađ síđur er ljóst ađ borgarstjórnarflokkurinn hlýtur ađ setjast niđur, nú ţegar kjörtímabiliđ er hálfnađ, og fara yfir stöđu mála, hvađ hafi gengiđ upp og hvađ ekki.

Međ sama hćtti er tímabćrt ađ flokkurinn á landsvísu endurmeti stöđu sína og rćđi fyrir opnum tjöldum nauđsyn endurnýjunar á stefnu og störfum.

Ţađ er ekkert nýtt ađ stjórnmálaflokkum í lýđrćđisríkjum gangi misjafnlega ađ laga sig ađ breyttum tímum og nýjum viđhorfum međal kjósenda. Ţó er Íhaldsflokkurinn í Bretlandi dćmi um flokk, sem aftur og aftur nćr ađ endurnýja sig. Ţađ gerđist eftir kosningaósigurinn mikla í lok heimsstyrjaldarinnar síđari og ţađ gerđist aftur í síđustu ţingkosningum ţar í landi ţegar Íhaldsflokkurinn sótti óvćnt fram í norđausturhéruđum Englands, sem lengi hafa veriđ eitt höfuđvígi Verkamannaflokksins.

Ţađ er kominn tími á opnar umrćđur um ţessi mál í Valhöll. 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4700 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 13. september til 19. september voru 4700 skv. mćlingum Google.

3928 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 6. september til 12. september voru 3928 skv. mćlingum Google.

4640 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 30. ágúst til 5. september voru 4640 skv. mćlingum Google.

3358 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 23. ágúst til 29. ágúst voru 3358 skv. mćlingum Google.