Hausmynd

"Hefur Sjálfstćđisflokkurinn gleymt trillukörlum?"

Laugardagur, 24. október 2020

Ţessarar spurningar spyr Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alţingismađur Sjálfstćđisflokksins í athyglisverđri grein í Morgunblađinu í gćr og bćtir viđ:

"Ţađ er álitamál, hvort Sjálfstćđisflokkurinn hefur gleymt sínu traustasta stuđningsfólki. Frelsi og framtak í atvinnumálum er ekki bara fyrir útvalda."

Ţađ er út af fyrir sig umhugsunarefni fyrir forystusveit Sjálfstćđisfokksins, ađ einn af fyrrverandi ţingmönnum flokksins, sjái ástćđu til ađ setja slíka spurningu fram.

En sé leitast viđ ađ svara ţessari spurningu er hćgt ađ fćra sterk rök fyrir ţví, ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi síđustu árin fyrir hrun gleymt "trillukörlunum", ţ.e. litlu atvinnurekendunum, hvort sem ţeir voru trillukarlar í raun, vörubílastjórar, sem óku eigin bílum eđa ađrir smáatvinnurekendur sem ýmist voru einyrkjar eđa međ nokkra menn í vinnu.

Ţessi hópur var áberandi í starfi Frjálslynda flokks Sverris heitins Hermannssonar um aldamótin síđustu en um ţverbak keyrđi síđustu árin fyrir hrun, ţegar til urđu fyrirtćkjasamsteypur og eignarhaldsfélög, sem virtust hafa ţađ helzta markmiđ ađ ná einokunarstöđu á ýmsum sviđum á ţeim litla markađi, sem hér er til stađar án ţess ađ nokkuđ vćri gert af hálfu löggjafans til ađ stöđva ţá ţróun. Sú spilaborg hrundi svo í hruninu.

Ţá gleymsku má ekki endurtaka. Ţađ eru "trillukarlar" af ţessu tagi, sem hafa ađallega byggt upp ferđaţjónustuna á Íslandi seinni árin.

Og ţeir verđa grundvöllur ţeirrar ferđaţjónustu, sem á eftir ađ rísa á ný, ţegar "veiruófétiđ" hefur veriđ sigrađ.

 

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

3642 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 22. nóvember til 28. nóvember voru 3642 skv. mćlingum Google.

Leiđrétting á laugardagsgrein í Morgunblađinu

Í grein minni í Morgunblađinu í dag, laugardag, er talađ um 1000 ára afmćli Íslandsbyggđar 1974 en á ađ sjálfsögđu ađ vera 1100 ára afmćli. Beđist er velvirđingar á ţessum mistökum.

3697 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 15. nóvember til 21. nóvember voru 3697 skv. mćlingum Google.

4020 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 8. nóvember til 14. nóvember voru 4020 skv. mćlingum Google.