Hausmynd

Tímamótaráđstefna Geđhjálpar og Geđverndarfélagsins

Föstudagur, 20. nóvember 2020

Í gćr var haldiđ málţing á vegum Geđhjálpar og Geđverndarfélags Íslands um málefni barna, sem eiga foreldri, sem á viđ geđveiki ađ stríđa. Málţingiđ fór fram - vegna ađstćđna - á netinu og sent út á Facebókarsíđu Geđhjálpar.

Í stuttu máli sagt var hér um ađ rćđa tímamótaráđstefnu um ţennan tiltekna ţátt geđverndarmála, ţ.e. málefni barna, sem eiga geđveikt foreldri. Fyrirlesarar frá Bretlandi, Ţýzkalandi og Noregi tóku ţátt í málţinginu og töluđu frá sínum heimalöndum, sem nú er ađ verđa algengt.

Ţađ er ljóst ađ međ ţessu málţingi er ţessi tiltekni ţáttur geđverndarmála kominn á dagskrá umrćđna um heiđbrigđiskerfiđ. Fyrirlestrar frá ţremur fyrrnefndu löndum sýndu ađ viđ erum eftirbátar ţeirra ţjóđa, sem ţar komu viđ sögu, ţegar kemur ađ ţessum hópi ađstandenda. Og raunar má kannski segja ađ Danmörk sé í ţeirra hópi í ljósi sjónvarpsţátta, sem Danska sjónvarpiđ hefur veriđ ađ senda út um ţetta afmarkađa málefni.

Fyrirlestrarnir vöktu allir athygli, en ekki sízt erindi Sigríđar Gísladóttur, varaformanns Geđhjálpar, sem var bćđi áhrifamikiđ og átakanlegt. Ađ ţví loknu sagđi Eydís Sveinbjarnardóttir, geđhjúkrunarfrćđingur, (sem stjórnađi málţinginu), ađ erindi Sigríđar hefđi veriđ falleinkunn bćđi fyrir heilbrigđiskerfiđ og skólakerfiđ.

Í lokin talađi Ásmundur Einar Dađason, félags- og barnamálaráđherra, sem upplýsti ađ í dag mundi hann leggja fyrir ríkisstjórnarfund frumvarp, sem er árangur af starfi, sem hófst skömmu eftir ađ hann tók viđ ráđherraembćtti og snýr ađ snemmtćkri íhlutun í málefni barna. Gera má ráđ fyrir ađ ţađ verđi samţykkt og komi ţá fram á Alţingi fljótlega eftir helgi.

Međ ţví verđur stigiđ eitt stćrsta skref í félagslegum málefnum, sem stigiđ hefur veriđ á Íslandi áratugum saman. Ráđherrann gerir ráđ fyrir ađ innleiđing ţeirra kerfisbreytinga, sem í ţví felast muni taka ţrjú ár.

Ţetta málţing telst til meiri háttar tíđinda. 

 

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mćlingum Google.

4433 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mćlingum Google.

4886 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mćlingum Google.

5133 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mćlingum Google.