Hausmynd

Djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari

Föstudagur, 15. janúar 2021

Það er djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, að hverfa úr öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi og bjóða sig fram í efsta sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Það er ekki öruggt þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn.

En sú ákvörðun sýnir líka, að Framsóknarflokkurinn er að undirbúa sókn á þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorninu. Þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir munu þá leiða lista flokksins í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Framundan er augljóslega mjög hörð kosningabarátta í Reykjavík vegna þess, að Samfylkingin undirbýr nú líka framboð með nýjum andlitum ef marka má þá nýju aðferð, sem sá flokkur hefur tekið upp við val á framboðslistum sínum og frétt í Fréttablaðinu í gær. 

Að flytja Ásmund Einar milli kjördæma er sterkur leikur hjá Framsóknarflokknum vegna þess að það barnaverkefni, sem hann setti af stað í upphafi ráðherraferils síns er líklegt til að verða í framtíðinni talið veigamesta umbótamál í okkar samfélagi áratugum saman.

Og skýringar hans á því hvernig það hefur orðið til hafa vakið þjóðarathygli.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.