Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að 26473 einstaklingar hafi verið atvinnulausir í desember og að því sé spáð að þeim fjölgi í janúar. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið var 23,3% í desember. Atvinnuleysið meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi er nú rúmlega 24%.
Þetta eru óhugnanlega háar tölur. Gera má ráð fyrir að þetta mikla atvinnuleysi og hvernig bregðast eigi við verði mikið til umræðu í kosningabaráttunni vegna þingkosninganna næsta haust.
En þar að auki er augljós hætta á því, að svo mikið atvinnuleysi skapi ókyrrð í samfélaginu.
Það er ekkert töfraráð til við langvarandi atvinnuleysi en sumt er þó hægt að gera. Eitt af því er að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta. Ella standa illa stæð sveitarfélög frammi fyrir stórfjölgun þeirra, sem leita eftir framfærslustyrk hjá þeim.
Er það ekki eðlilegt fyrsta skref?
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.