Hausmynd

Þýzkaland: Kristilegir demókratar halda sig við miðjuna

Sunnudagur, 17. janúar 2021

Hörðum átökum í flokki Kristilegra demókrata í Þýzkalandi um nýjan formann flokksins, sem hugsanlega tekur við af Merkel sem kanslari í haust, er lokið með sigri Armin Laschet, sem er gamall samstarfsmaður Merkel og skoðanabróðir hennar í því að Kristilegir eigi að spanna hið pólitíska litróf frá hægri yfir á miðju, að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle.

Þetta er athyglisvert vegna þess að keppinautur hans, Friedrich Merz, er annarrar skoðunar og hefði sveigt Kristilega til hægri, hefði hann unnið.

Fyrr á tíð var sú kenning mjög útbreidd innan Sjálfstæðisflokksins, að hann hefði orðið svo stór flokkur, sem raun var á, með 37-42% fylgi, vegna þess að hann hefði snemma lagt undir sig miðjuna, með þeim árangri að Alþýðuflokkurinn varð aldrei jafn stór og jafnaðarmannaflokkar á öðrum Norðurlöndum.

Er ekki tími til kominn að Sjálfstæðisflokkur okkar tíma nýti sér reynslu þeirra tíma?

Alla vega er ljóst hver skoðun flokksmanna Kristilegra demókrata í Þýzkalandi er í þeim efnum að því er þeirra flokk varðar.

 

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.