Hausmynd

Veiran: Bezt staða á Íslandi og Grænlandi af Norðurlöndum

Mánudagur, 18. janúar 2021

New York Times birtir daglega litakort af heimsbyggðinni, þar sem sjá má stöðuna á kórónuveirunni eftir löndum. Skv. því korti standa Ísland og Grænland bezt allra Norðurlanda en Færeyjar sjást að vísu ekki á kortinu. Svíþjóð stendur hins vegar langverst, sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Svía.

Skv. kortinu eru Bretar og Írar, Spánverjar og Portúgalar og Holland og Belgía og Eystrasaltsríkin í sömu stöðu og Svíar.

Vafalaust er skýringin að einhverju leyti sú, að hvorki við né Grænlendingar eigum "landamæri" að öðrum ríkjum en að auki fer tæpast á milli mála, að hér hafa sóttvarnir tekizt vel.

Þessi góð staða okkar er líka sterk efnisleg rök fyrir því að herða eftirlit á því sem í daglegu tali er kallað "landamæri" en í gamla daga var það orð notað um markalínur á milli landa á meginlöndum.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.