Í umræðum að undanförnu um fyrirhugaða sölu á hluta af hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur aftur og aftur komið fram það sjónarmið að erlend eignaraðild að bankanum væri æskileg og jafnvel eftirsóknarverð. Þessi sjónarmið hafa bæði komið fram innan þings og utan.
Er það óumdeilanlega svo?
Frá fjármálakreppunni haustið 2008 hefur það aftur og aftur gerzt að alþjóðlega þekktir bankar hafa verið dæmdir í stórsektir vegna viðskiptahátta, sem bendir til að ekki hafi allt verið með felldu í þeim rekstri.
Ýmislegt hefur valdið þessum sektum en eitt er þó augljóst og banki, sem er nokkuð vel þekktur hér á landi er skýrt dæmi um.
Fyrir nokkrum árum kom í ljós að útibú Danske Bank í Eistlandi var orðið að eins konar miðstöð fyrir peningaþvott en það fyrirbæri er skilgreint á þann veg, að í því felist aðgerðir til að láta líta svo út sem illa fengið fé sé löglega fengið.
Þetta þýðir með öðrum orðum að útibúið var notað af glæpasamtökum.
Danske Bank var gert af yfirvöldum í Eistlandi að loka útibúinu og bankinn viðurkenndi að hafa brugðizt of seint við hættumerkjum.
Í ljósi þess, að slíkt hefur gerzt aftur og aftur hjá erlendum bönkum fer ekki á milli mála, að erlend eignaraðild að íslenzkum banka getur beinlínis verið hættuleg og þess vegna ættu þeir sem taka þátt í þessum umræðum frekar að benda á þær hættur en tala um erlenda eignaraðild að íslenzkum banka sem æskilega.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.