Hausmynd

Veiran: Árangur Íslands vekur athygli

Fimmtudagur, 28. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Ísland er í sjöunda sæti á lista yfir 98 þjóðir, sem áströlsk hugveita hefur tekið saman um árangur einstakra þjóða í baráttunni við kórónuveiruna. Við erum langefst meðal Evrópuþjóða og höfum staðið okkur mun betur en önnur Norðurlönd. Til marks um það er, að Finnar eru næstir okkur á þessum lista í 17. sæti, Noregur í 18. sæti og Svíar í 37. sæti. Danmörk er ekki nefnd í frétt blaðsins.

Þessi góði árangur okkar hefur vakið athygli víða um heim og um hann fjallað í erlendum fjölmiðlum.

Sjálfsagt hefur það hjálpað til að við erum eyríki norður í höfum en þessi árangur er staðfesting á því, að heilbrigðiskerfið hér er býsna gott og hefur staðið sig vel í þeirri áraun, sem faraldurinn er fyrir öll samfélög.

Það er alla vega gott að geta glaðst yfir einhverju.

 

 


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.