Hausmynd

Óróleiki á lyfjamörkuðum

Föstudagur, 29. janúar 2021

Það er óróleiki á lyfjamörkuðum. Í gær lýstu lyfjayfirvöld í Þýzkalandi þeirri skoðun að það skorti upplýsingar um áhrif bóluefnis AstraZeneca á eldra fólk að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle. Þess vegna ætti einungis að gefa það lyf fólki, sem væri 64 ára og yngra.

Þetta er niðurstaða nefndar sérfræðinga, sem þýzka heilbrigðisráðuneytið hefur opinberað. Þessari niðurstöðu hafa bæði fyrirtækið sjálft og Boris Johnson, forsætisráðherra Breta mótmælt.

Í fyrradag, miðvikudag, lýsti Evrópusambandið óánægju  með fyrirtækið og sakaði það um að standa ekki við samninga um afhendingu bóluefna.

En jafnframt viðurkenndu þýzk heilbrigðisyfirvöld að þau stæðu frammi fyrir skorti á bóluefnum fram í apríl. Gert er ráð fyrir fundi á mánudag á milli Angelu Merkel,kanslara Þýzkalands, leiðandi ráðherra í 16 sambandsríkjum Þýzkalands og helztu forstjóra lyfjafyrirtækja.

Hver er afstaða lyfjayfirvalda hér til bóluefnis AstraZeneca?


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.