Hausmynd

Flokkarnir: Átök í ađsigi

Sunnudagur, 31. janúar 2021

Ţađ eru átök í ađsigi í flestum stjórnmálaflokkum vegna ţingkosninganna í haust. Ţau eru ýmist byrjuđ eđa fara ađ byrja og snúast um frambođslista ţeirra.

Ţessi átök fara fram fyrir opnum tjöldum í ţeim flokkum, sem efna til prófkjöra vegna uppstillinga eins og t.d. í Sjálfstćđisflokknum, ţar sem flest prófkjör fara vćntanlega fram í júní en á bak viđ lokađar dyr ţar sem verkefniđ er uppstillinganefnda eins og t.d. í Samfylkingunni eins og sjá hefur mátt af fréttum um uppstillingu ţess flokks í Reykjavíkurkjördćmunum tveimur.

Gera má ráđ fyrir harđri baráttu í prófkjörum Sjálfstćđisflokksins í Reykjavíkurkjördćmunum um efstu sćti listannna svo og í Suđurkjördćmi og ađ hluta til í Suđvesturkjördćmi. Ástćđan er sú, ađ ţeir sem skipa efstu sćtin í ţessum kjördćmum hafa meiri möguleika en ađrir á ráđherraembćttum.

Átökum af ţessu tagi fylgir óróleiki, sögusagnir og í sumum tilvikum illt umtal sem er fylgifiskur pólitískra átaka.

Ţegar kemur fram í júlí taka svo umrćđur um málefni viđ. Nú ţegar má heyra áhyggjur af áhrifum tveggja mála á kosningabaráttuna. Annars vegar af Samherjamálinu svonefnda verđi rannsókn ţess komin á lokastig og hins vegar af sölu á hluta af hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem tengjast söluverđi á ţeim hlut.

En svo má vel vera, ađ kosningabaráttan muni einkennast af "uppvakningi" frá ţví fyrir 65 árum, ţegar kosningabaráttan 1956 mótađist af viđleitni vinstri flokkanna til ađ útiloka Sjálfstćđisflokkinn frá landstjórninni - og kjörorđiđ á götuhornum var: "Allt er betra en íhaldiđ".

 

 


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mćlingum Google.

4433 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mćlingum Google.

4886 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mćlingum Google.

5133 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mćlingum Google.